Velkominn á heimasíðu AH-Profork
Ég sérhæfi mig í Prófarkalestri
Meira um þjónustuna

Prófarkalestur og textasmíð

Prófarkalestur og yfirlestur texta er mjög mikilvægur því vandaður texti ýtir undir trúverðugleika og gefur textanum ákveðinn gæðastimpil. AH-Próförk sérhæfir sig í metnaðarfullum og nákvæmum prófarkalestri ritgerða, handrita og annarra texta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er prófarkalestur? Yfirlestur ritgerða eða styttri eða lengri texti, s.s.handrit eða auglýsingatexti. Þegar texti er lesinn yfir er farið yfir ritvillur, málfar og almenna rökleysu í texta og gætt er að samræmi í byggingu hans. Oft er texti einnig hannaður frá grunni og þá er talað um textasmíð. Prófarkalestur er mikil nákvæmnisvinna og leitast er eftir að hafa málfar og orðalag samkvæmt viðurkenndum stöðlum og í samræmi við textagerðina. Hafðu samband ef þú þarft á aðstoð að halda við prófarkalestur eða við skrifin.

Verð og leiðréttingarforrit

Stafsetning er lagfærð og málfarsatriði eru yfirfarin og færð til betri vegar. Allar leiðréttingar eru gerðar í Word tracks en einnig er hægt að fara yfir prentaðan texta þar sem villur eru leiðréttar á spássíu.

Uppgefið verð er 1,5 krónur á orð en tekið er tillit til frágangs, þ.e. ef lítið þarf að leiðrétta lækkar verð samhliða því. Ef um stærri verkefni er að ræða er miðað við tilboð, eftir lengd verkefna.

Eina sem þú þarft að gera er að hafa samband og tilgreina efnisinnihald, orðafjölda og ákveða tímamörk.

Verkefni

Tegund af verkefnum sem ég tek að mér.

 • Prófarkalestur

  Hvaða atriði þarf að hafa í huga við yfirlestur: Við frágang á texta þarf að huga vel að stafsetningu. Ef villuleitarforrit hafa verið notuð þarf sérstaklega að leita að villum sem slík forrit geta ekki lagað. Fara þarf vandlega yfir orðskiptingar milli lína. Ekki er t.d. gott ef þrjár eða fleiri línur í röð enda á skiptingu. Athuga þarf einnig yfirbragð hverrar síðu hvað viðkemur leturgerð, leturstærð, leturbreytingum, línubili, stafsetningu, kaflaheiti og blaðsíðutali. Síða á t. a. m. aldrei að hefjast á síðustu línu efnisgreinar eða enda á fyrstu línu efnisgreinar o.s frv. Huga þarf vel að samræmi í texta hvað varðar leturgerð, notkun greinaskila og framsetningu upplýsinga o.s.frv. Samræmi þarf að vera í tilvitnunum og frágangi heimilda. Einnig þarf að hafa vakandi auga yfir rökleysu og samhengislausu og óskýru orðalagi. Heimild: Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.). 2011. Handbók um íslensku. JPV útgáfa, Reykjavík.

 • Auglýsingatextar

  Þegar textar eru lesnir yfir þarf að huga að textategundinni; að málsniðið henti textanum. Auglýsingatextar eru t. d. af öðrum toga heldur en ritgerðir og aðrir fræðitextar. Texti í auglýsingum þarf að vera hnitmiðaður og hæfa því efni sem auglýst er. Við yfirlestur auglýsinga þarf að hafa önnur atriði í huga heldur en þegar fræðitexti er lesinn yfir. Gæta þarf hins vegar alltaf að því að orðalag, stafsetning og málfar sé eins og best verður á kosið eins og þegar annars konar texti er lesinn yfir.

 • Blaða- og tímaritsgreinar

  Greinar í blöðum og tímaritum krefjast nákvæms yfirlesturs og eru lesnar yfir á sama hátt og aðrar prófarkir og handrit. Þar þarf einnig að hafa í huga málfar, stafsetningu, leturgerð, leturstærð, leturbreytingar, línubil, kaflaheiti og blaðsíðutal. Lestur greina krefjast einnig mikillar nákvæmni og vandaðs orðalags. Óvandaður texti getur haft slæm áhrif á lesendur og hamlað því að efnisinnihald skili sér á tilætlaðan hátt.

Bakgrunnur

Menntun og annað.

 • 2013 Kennsluréttindi fyrir efstu bekki grunn- og framhaldsskóla í íslensku.

  2011 MA-gráða í íslenskum fræðum

  2007 BA-gráða í íslensku


Anna Helgadóttir

Prófarkalesari

Hafa Samband

Web hosting by Somee.com